Við bjóðum
upp á alla almenna málningarvinnu að utan sem innan, einnig
sandspörslun og skreytingar. Höfum yfir 20 ára reynslu í málun
á eldri timburhúsum og erum vanir ýmsum gömlum vinnubrögðum
eins og marmaramálun og oðrun. Í viðskiptum við okkur eru bæði
einstaklingar og fyrirtæki sum með áratuga viðskiptasögu. Við
viljum sérstaklega benda á fyrirbyggjandi viðhald sem oftast
er best fyrir eignina, minnkar umfang viðhaldsins og þar með
kostnað. Við leggjum okkur fram í því að ganga vel og
þrifalega um okkar vinnustaði.
|